Roa Sig.

Hjálpaðu til að koma á fót strandróðri á Íslandi

Komdu á kynningarfund um nýju róðrardeildina!

Fimmtudaginn 13. mars kl. 19:30

Naustavor 14

Hvað er strandróður?

Strandróður er íþrótt í mikilli sókn sem færir spennuna úr hefðbundnum keppnisróðri út á strandsvæði. Uppruna þessa forms keppnisróðurs má rekja til Frakklands og Ítalíu, og í fyrsta sinn verður keppt í honum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028.

Keppt er á bátum með einn, tvo eða fjóra ræðurum í kvenna-, karla- eða blönduðum flokkum.

En strandróður er meira en bara keppnisíþrótt. Bátarnir eru hannaðir til að vera stöðugir og öruggir, sem gerir þessa íþrótt að frábærri afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri og getustigum. Með aðild að róðrarklúbbi fá bæði keppendur og áhugafólk aðgang að nauðsynlegri aðstöðu og skipulagi, sem skapar félagslegt, skemmtilegt og öruggt umhverfi.

Áætlunin

Við hjá Siglingafélaginu Ými vinnum í samstarfi við Siglingasamband Íslands og ítölsku landsliðskonuna Löru de Stefano hjá rodur.is við að koma strandróðri til Íslands og stofna fyrsta heimavöll í Fossvogi.

Markmið okkar er að safna 20.000.000 krónum fyrir maí 2025 

til að koma flota af strandróðrarbátum til landsins. Með því getum við byggt upp öflugt róðrarstarf fyrir lið og einstaklinga, haldið vatnaíþróttum lifandi í Fossvogi og skapað örugga og aðgengilega leið fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu út í náttúruna.

Með því að biðja ykkur um að axla hluta byrðarinnar með okkur tryggjum við að þátttaka í framtíðarverkefnum, þjálfun og tækifærum verði öllum opin.

Af hverju strandróður á Íslandi?

Framtíðin í Fossvogi

Gert er ráð fyrir að Borgarlínubrúin verði vígð árið 2028 og breyti ásýnd Fossvogs.

Hefðbundin starfsemi, eins og kænusiglingar, verður ekki lengur raunhæf innan vogsins, en sömu breytingar sem hamla siglingu munu bæta aðstæður fyrir róður og skapa skjólgóð róðrarsvæði.

Þar sem siglingastarf færist lengra út í Skerjafjörð, skapast ný tækifæri fyrir eitthvað ferskt að festa rætur í voginum.

Strandróður fellur vel að bæði þeim áskorunum og tækifærum sem blasa við í náinni framtíð og nýtir núverandi innviði til að færa nýja íþrótt og afþreyingu til Íslands og samfélagsins í kringum Fossvog.


Kappróður er áhorfendavæn íþrótt, og í Fossvogi eru þegar til staðar góðir innviðir og greið leið að sjónum, sem gerir svæðið kjörið ekki bara fyrir æfingar og útivist, heldur einnig fyrir framtíðarmót og alþjóðlegt samstarf.

Brúin mun tengja hringleið Fossvogs fyrir hjólreiðar, hlaup og göngur, en Naustavör hefur einstakt tækifæri til að verða lykilpunktur á þeirri leið – ekki sem brú milli landsvæða, heldur sem brú milli lands og sjávar.

Með því að nýta núverandi aðstöðu og innviði má stórlega draga úr kostnaði við að koma nýrri ólympískri íþrótt til landsins.

Yfirþjálfarinn

Lara de Stefano er fyrrverandi landsliðsræðari frá Ítalíu.

Hún býr í Reykjavík og er einbeitt í að koma Íslandi á Ólympíuleikana 2028 – og enn lengra – í róðri.

Kynntu þér ru betur hér.

Klúbburinn

Aðstaða Ýmis við Naustavör 14 á Kársnesi hefur allt sem þarf til að sjósetja báta og tryggja öruggar æfingar og þjálfun. Þar er einnig rými fyrir æfingar á landi og félagsstarf.

Eftir því sem siglingastarf klúbbsins færist yfir í Kópavogshöfn á næstu árum, mun húsið við Naustavör þróast í miðstöð róðurs á höfuðborgarsvæðinu.

Flotinn

einmenningar

tvímenningar

fjórmenningar með stýrimanni

Með minnst þremur bátum af hverri tegund í höfninni verður Fossvogur tilbúinn bæði fyrir keppni og afþreyingu. Bátarnir verða aðgengilegir bæði í skipulögðum æfingum og til einstaklingsnotkunar við Naustavör, þar sem tryggt verður að allir þátttakendur fái leiðsögn frá þjálfurum og hafi aðgang að nauðsynlegum öryggisbúnaði og reglum.


Lendum í róðri!

Ýmir mun bjóða upp á námskeið og skipulagða þjálfun þar sem þátttakendur fá tækifæri til að upplifa alla möguleika strandróðurs.

Strandsprettir

Ræðarar setja báta sína á flot og lenda þeim eftir 500m róður, og svo hlaupa 5m.

Þrekróður

Ræðarar keppa 4–6 km.

Leiðangar 

Keppnir fara fram á lengri vegalengdum eða jafnvel yfir fleiri daga.

Afþreying

...eða má bara fara út og róa sig!

Landsmót í Róðri

Fyrsta landsmótið Íslands í innanhússróðri

Komið í lok vors 2025 – fylgist með fyrir nánari upplýsingar!

all rowing images are courtesy of World Rowing

Stuðningsaðilar Okkar

nöfn verða birt fljótlega

FAQ