Námskeið

Siglingar út allt lífið

Siglingar eru íþrótt og útvist fyrir börn, unglinga og fullorðna á öllum aldri. Allir geta tekið þátt og lært að beisla vindinn og umgangast sjóinn af öryggi og kunnáttu. 

Siglingar geta í gegnum leik og keppni byggt upp sjálfstraust, elft kunnáttu í sjómennsku og bætt heilsu.

Siglingafélagið Ýmir leggur metnað í að kenna nýliðum rétt handtök í siglingum og gefur félagsmönnum ómetanlegt aðgengi að þeirri gersemi sem sjórinn er í náttúru okkar.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum Sprotabler og er opnað fyrir skráningu í kringum sumardaginn fyrsta ár hvert.

Námskeið:

Lærðu að sigla

Vikunámskeið í grunnatriðum siglinga. Markmið námskeiðs er að nemendur geti siglt í mildum til miðlungs vindi undir eftirliti.

Námskeiðin fyrir börn, 10 ára og eldri, eru frá kl. 14:00 – 17:00 (Mán-fös)

Námskeið án aldurstakmarka (fyrir fullorðna) eru frá kl. 17:00 - 20:00 (mán-fös) 

Hámarksfjöldi nemenda á námskeiði eru 10. 

Skráning á Sportabler.

Sigldu betur

Vikunámskeið sem tekur við af “Lærðu að sigla”. Aukin leikni, öryggi og sjálfstæði. Eftir námskeiðið ættu nemendur að geta siglt í mildum vindi án leiðbeininga kennara. 

Námkeiðin fyrir börn, eldri en 10 ára, eru frá kl.14:30 – 17:00 (mán-fös). 

Námskeið án aldurstakmarka (fyrir fullorðna) eru frá kl. 17:00 - 20:00 (mán-fös).

Námskeiðið verður haldið svo fremi að 3 nemendur skrá sig.

Skráning á Sportabler.

Sigldu lengra

Fjögurra daga verkefnamiðað námskeið þar sem farið verður í siglingafræði og veðurfræði.

Öryggi á sjó sérstaklega tekið fyrir. 

Allir aldurshópar velkomnir.

Námskeiðin eru kl.17:00-20:00 frá þriðjudegi til föstudags.

Skráning á Sportabler.

Kepptu við mig

Fjögurra daga námskeið sem miðar að þvi að undirbúa fólk undir keppni á kænum sbr. siglingareglur og tæknileg atriði til að hámarka hraða seglbáta. 

Hámarksfjöldi 6 manns, allir aldurshópar velkomnir. 

Námskeiðin eru kl.18.00 – 21.00 frá þriðjudegi til föstudags

Mögulegt er að bæta við námskeiðum ef eftirspurn er næg.

Skráning á Sportabler.

Hæfur háseti - fyrstu kynni af kjölbátasiglingum

Þriggja daga námskeið fyrir óreynda til að kynnast helstu handtökum í siglingu kjölbáta og siglingum á sjó. Námskeið eru haldið yfir helgi og er hver sigling telur 3-4 klst. Námskeiðið er ætlað fullorðnum. 

Námskeiðin verða haldin ef 3 eða fleiri nemendur skrá sig. Hámark 5 nemendur.

Skráning á Sportabler.

Skipstjórn á skútu

Fjögurra daga frh. námskeið. Kennd verða tæknileg atriði sbr. umgengi við vélar, akkeri, fjarskiptatæki og hvernig eigi að sigla eftir siglingaáætlun. Námskeiðið er ætlað fullorðnum einstaklingum sem hafa staðist bóklegan hluta skemmtibátanáms.

Lágmarksfjöldi eru 3 og hámarksfjöldi 5 nemendur.

Skráning á Sportabler.