Framhaldsnámskeið í siglingum
Framhaldsnámskeið
Eftir að hafa lært grunn atriðin í siglingum er komið að því að halda áfram og æfa sig á seglbátunum.
Þetta getur verið flóknara en það hljómar, og stundum þarf smá aðstoð og áskorun til þess að komast yfir byrjendaskrekkinn. Framhaldsnámskeiðin okkar eru hugsuð sem vikulöng námskeið þar sem þú tekur á þig verkefni sem er einu skrefi erfiðara en síðasta verkefnið sem þú leystir
Helstu verkefnin sem við höfum eru:
3-2-1 - Sigldu: Ef þú treystir þér ekki einn út, farðu út með tveimur öðrum. Síðan með einum öðrum, og að lokum sjálf(ur)
Sigldu þessum: Við erum margar mismunandi kænur og litla kjölbáta sem þú mátt nota. Sumir henta þér betur en aðrir, en getur þú sett upp og siglt þeim öllum? - Prófaðu
Sigldu betur: Ef þú ert búinn að ná undirstöðunni og getur siglt nokkuð beina stefnu er kominn tími til þess að skoða bátinn og seglabúnaðinn. Það er fullt af atriðum sem þú getur skoðað og breytt til þess að geta siglt betur.
Sigldu lengra: Hvernig skipuleggur þú lengri siglingu og ferð af öryggi útfyrir sjónmál? Í þessu verkefni eru þrjár lengri ferðir sem hægt er að skipuleggja og fara, en til þess að halda öryggi á hreinu þarf að læra ýmislegt.
3-6-10: Þegar veðrið breytist, breytist líka hvernig þú siglir bátnum og lítil mistök verða afdrifaríkari. Við mælum með að þú gerir mistök undir eftirliti öryggisbáts. Getur þú siglt ákveðnar æfingar í 3 m/s (lítill vindur), 6 m/s (góður vindur) og 10 m/s (mikill vindur). Þetta verkefni er augljóslega ekki vikulangt.
Kepptu við mig: Keppnir henta ekki öllum, en hér er hugmyndin að fá þig til þess að prófa keppni við jafningja (jafn mikla byrjendur) til þess að þú fáir að prófa.
Kjölbátur 1: Við eigum litla kjölbáta sem hægt er að nota á siglingasvæðinu okkar án þess að fara í sérstakt réttindanámskeið. Þessir bátar velta ekki (sem er kostur), en þeir geta strandað, brotnað og sokkið (sem er galli). Í þessu verkefni leiðbeinum við þátttakendum hvernig á reyna það fyrra og forðast það síðara.
Framhaldsnámskeiðin eru hugsuð sem fimm daga námskeið frá 13-16 fyrir börn 10-16 ára og 17-20 fyrir opin aldur. Í sumum tilfellum taka verkefnin lengri tíma, en þá geta þátttakendur haldið áfram á félagsæfingum, eða tekið þátt í æfingahóp Ýmis.
Í framhaldsnámskeiðum sjá starfsmenn Ýmis um eftirlit með þátttakendum til þess að tryggja skjót viðbrögð ef hlutir ganga brösulega, eða viðkomandi þarf smá viðbótar leiðbeiningar.
Skráning er á Abler