Eftir að hafa lært grunn atriðin í siglingum er komið að því að halda áfram.
Í "leikur við sjóinn" námskeiðinu var fyrst og fremst verið að leika sér í nánd við höfnina. Er kominn tími til þess að fara lengra? Er ekki eitthvað í nágreninu sem er vert að rannsaka?
Í "lærðu að sigla" var kennd grunn færni í siglingum. Er kominn tími til þess að læra meira og æfa það sem var kennt?
Í sumum tilfellum geta byrjendur unnið upp færni að sjálfstæðum. Stundum þarf bara að finna vini í siglingunum. Við trúum að til þess að verða betri er nauðsynlegt takast á við áskorun. Áskorunin þarf að vera það næsta sem þú ræður við til viðbótar við það sem þú gerðir síðast.
Þú þarft að átta þig á hvaða færni þú hefur í raun og veru. Sem byrjandi eru óteljandi hlutir í siglingum sem virðast vera flóknir og hættulegir. Eftir því sem reynsla byggist upp fara sömu hlutir að verða þægilegir og að lokum er spennan úr verkefninu farin og þér er farið að leiðast.
Áður en þér fer að leiðast er mikilvægt að prófa eitthvað sem er aðeins erfiðara, en þó ekki svo erfitt að þú gefist upp eða þú farir að óttast. Þetta getur þýtt að farið er út í erfiðari veðuraðstæðum, eða nýjir hlutir eru reyndir sem eru meira krefjandi
Við gerum aldrei hluti sem eru hættulegir, en hætta getur myndast ef óreyndur tekur áskorun þar sem færnin er ekki nægileg.
Í Ými höfum við skoðað margar mismunandi verkefni sem okkur finnst að henti sem áskoranir eftir færni og kunnáttu. Við skilgreinum þessi verkefni út frá námsmarkmiði (hvað er nýtt?) og æfingamarkmiði (hvað kanntu en þarft að æfa betur?) og setjum síðan viðmið fyrir hvað er ásættanlegt, hvað er gott og hvað er framúrskarandi.
Það er mikið sem hægt er að læra í siglingum. Hnútar, bönd, árar, segl, bátar, vindar, stefnur, straumar, stöðugleiki, björgun, öryggi, vélar, kortalæsi, siglingafræði, stefnutaka og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta kunnum við og erum tilbúin að kenna í framhaldsverkefnum
Róum saman og róum lengra: Hér skipuleggja nokkrir ræðarar saman róðrarleiðangra á mismunandi svæði í Fossvoginum og úti á Skerjafirðinum. Hér er mikil áhersla lögð á skipulagningu áður en farið er út. Einnig er kennt hvernig samskipti fara fram milli ræðara sem eru á sit-on-top kajökum og hvernig hópnum er haldið saman.
Hvað er ofan í sjónum (náttúruskoðun): Svæðið í Fossvoginum og Skerjafirðinum hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hér er lögð áhersla á hvernig sjórinn er "mældur" og sýni tekin og skoðuð. Þátttakendur nota árabáta og kajaka til þess að fara milli staða.
Sjókajak: Í sjókajak er setið ofan í bátnum og svunta sett yfir til þess að vatn komist ekki ofan í bátinn. Þetta þýðir nýja tækni fyrir hvernig farið er í og úr bátnum. Það er líka ekki tilviljun að svona bátar eru valdir í langferðir umfram sit-on-top báta
3-2-1 - Sigldu: Ef þú treystir þér ekki einn út, farðu út með tveimur öðrum. Síðan með einum öðrum, og að lokum sjálf(ur)
Sigldu þessum: Við erum margar mismunandi kænur og litla kjölbáta sem þú mátt nota. Sumir henta þér betur en aðrir, en getur þú sett upp og siglt þeim öllum? Hvaða bátur hentar þér best?
Sigldu betur: Ef þú ert búinn að ná undirstöðunni og getur siglt nokkuð beina stefnu er kominn tími til þess að skoða bátinn og seglabúnaðinn. Það er fullt af atriðum sem þú getur skoðað og breytt til þess að geta siglt betur.
Kepptu við mig: Keppnir henta ekki öllum, en hér er hugmyndin að fá þig til þess að prófa keppni við jafningja (jafn mikla byrjendur) til þess að þú fáir að prófa.
Sigldu lengra: Hvernig skipuleggur þú lengri siglingu og ferð af öryggi útfyrir sjónmál? Í þessu verkefni eru þrjár lengri ferðir sem hægt er að skipuleggja og fara, en til þess að halda öryggi á hreinu þarf að læra ýmislegt.
3-6-10: Þegar veðrið breytist, breytist líka hvernig þú siglir bátnum og lítil mistök verða afdrifaríkari. Við mælum með að þú gerir mistök undir eftirliti öryggisbáts. Getur þú siglt ákveðnar æfingar í 3 m/s (lítill vindur), 6 m/s (góður vindur) og 10 m/s (mikill vindur). Þetta verkefni er augljóslega ekki vikulangt.
Kjölbátur 1: Við eigum litla kjölbáta sem hægt er að nota á siglingasvæðinu okkar án þess að fara í sérstakt réttindanámskeið. Þessir bátar velta ekki (sem er kostur), en þeir geta strandað, brotnað og sokkið (sem er galli). Í þessu verkefni leiðbeinum við þátttakendum hvernig á reyna það fyrra og forðast það síðara.
Áskoranirnar eru hugsaðar sem fimm daga verkefni en sum geta tekið lengri tíma. Verkefni er hægt að taka fyrir í æfingahópnum, en með því að skrá sig í framhaldsnámskeið sem hluta . Í sumum tilfellum taka verkefnin lengri tíma, en þá geta þátttakendur haldið áfram á félagsæfingum, eða tekið þátt í æfingahóp Ýmis. Með því að skrá sig í framhaldsverkefni er hægt að takast á við eina eða fleiri áskorun undir handleiðslu leiðbeinanda Ýmis, sem tryggir skjót viðbrögð ef hlutir ganga brösulega, eða viðkomandi þarf smá viðbótar leiðbeiningar.
Skráning er á Abler