Framhaldsnámskeið í siglingum

Framhaldsnámskeið

Eftir að hafa lært grunn atriðin í siglingum er komið að því að halda áfram og æfa sig á seglbátunum. 

Þetta getur verið flóknara en það hljómar, og stundum þarf smá aðstoð og áskorun til þess að komast yfir byrjendaskrekkinn. Framhaldsnámskeiðin okkar eru hugsuð sem vikulöng námskeið þar sem þú tekur á þig verkefni sem er einu skrefi erfiðara en síðasta verkefnið sem þú leystir

Helstu verkefnin sem við höfum eru:

Framhaldsnámskeiðin eru hugsuð sem fimm daga námskeið frá 13-16 fyrir börn 10-16 ára og 17-20 fyrir opin aldur. Í sumum tilfellum taka verkefnin lengri tíma, en þá geta þátttakendur haldið áfram á félagsæfingum, eða tekið þátt í æfingahóp Ýmis.

Í framhaldsnámskeiðum sjá starfsmenn Ýmis um eftirlit með þátttakendum til þess að tryggja skjót viðbrögð ef hlutir ganga brösulega, eða viðkomandi þarf smá viðbótar leiðbeiningar. 

Skráning er á Abler