Grunn öryggismál
Öryggi er mikilvægasta verkefnið í öllu bátastarfi okkar
Við viljum því biðja um nokkra hluti sem eiga að fyrirbyggja óvænt og erfið atvik.
Ef þátttakandi er með astma, flogaveikið eða aðra heilsutengdar áskoranir sem gætu valdið því viðkomandi verði ófær um að bjarga sér á sjó biðjum við þig um að láta starfsfólk vita af þessu og láta okkur fá nauðsynleg lyf í vatnsheldum, merktum plastpoka. Leiðbeinandinn getur þannig haldið lyfinu á þurrum stað og við hendina.
Ef þátttakandi er með hegðunaráskoranir, til að mynda kvíða eða annað sem getur valdið óöryggi, biðjum við um að fá að vita af þessu þegar mætt er í fyrsta tíma. Við fáum marga þátttakendur í starfsemi okkar og það er ill mögulegt að tengja saman skilaboð í símum/tölvupósti við einstaklinga þegar mætt er og allt fer í gang og því biðjum við um beint samtal. Allar þessar upplýsingar er farið með sem trúnaðarmál.
Ef þátttakandi er með ógætilega hegðun eða hlýðir ekki beiðnum leiðbeinanda þannig að öðrum geti stafað hætta af verðum við því miður að vísa viðkomandi frá.
Þar fyrir utan
Allir sem nálgast sjóinn á svæði okkar verða að vera í flotvestum yfir ystu flík. Þetta gildir jafnt fyrir þátttakendur og fyrir foreldra/vini/gesti sem eru á svæðinu og langar að fara niður á bryggju eða að bátunum.
Í námskeiðum biðjum við um að símar séu skildir eftir í landi. Þessir gripir skemmast ef sjór kemur á þau og notkun þeirra hefur áhrif á athygli þátttakenda. Síma er hægt að geyma á skrifstofu félagsins.
Við erum stöðugt að endurmeta aðstæður og í sumum tilfellum verðum við að kalla alla inn af sjónum. Slíkt getur gerst ef veður breytist skyndilega eða ef slys verða á fólki og leiðbeinendur geta ekki haldið nægilegri athygli með svæðinu.