Kjölbátasiglingar sameina ævintýri og íþróttir á einstakan hátt. Það getur hinsvegar verið erfitt að komast inn í þessar siglingar þar sem samfélag kjölbátasiglara er lítið hér á landi, og bátarnir fáir.
Hjá Ými bjóðum við leið þar sem byrjendur geta komist inn í siglingar og í samband við þetta þétta samfélag þar sem þeir sem hafa áhuga á kjölbátasiglingum mynda tengslanet, fengið ráðleggingar um bátamál og miðlað áfram af eigin reynslu.
Kjölbátahópurinn fagnar hverju skrefi sem þú tekur, hvort sem það er að stýra bát í fyrsta skipti, koma heim úr heimssiglingu eða fagna sigri í siglingakeppni.
Ef þú hefur litla eða enga reynslu af siglingum viljum við kenna þér réttu hugtökin og hreyfingarnar um borð í bátnum. Þetta gerum við í námskeiðinu "Hæfur háseti".
Þegar þú hefur byggt upp reynslu, til dæmis í gegnum áhafnasiglingar, bjóðum við upp á námskeið sem hentar þeim sem vilja leggja í langferðir sem skipstjórar á bátum sem hafa vél, rafkerfi, klóaklögn og vistarveru.
Áhafnir hittast reglulega og fara út á kjölbátum félagsins þegar veður leyfir. Við bjóðum þeim sem hafa tekið kjölbátanámskeið, eða hafa svipaða reynslu, að koma með í áhafnirnar okkar. Sætafjöldinn er hins vegar takmarkaður og hér er mikil eftirspurn. Reglulegar siglingar er forsenda þess að læra og venjast bátum, og er líka fyrirtaks tækifæri til þess að kynnast áhugasömum siglurum.
Margir félagsmenn hafa átt báta, siglt erlendis eða tekið þátt í keppnum. Þessi hópur hittist reglulega og heldur sjóarakvöld þar sem hetjusögur fá að vinda upp á sig.
Til viðbótar tekur þessi hópur sig saman í verkefnum sem snúa að viðgerðum og endurbótum á bátum félagsins.
Siglingafélagið Brokey heldur vikulegar þriðjudagskeppnir á Kollafirðinum. Siglingasamband Íslans (SÍL) sér einnig um mótahald fyrir Íslandsbikarinn.
Ýmir hefur í áraraðir teflt fram keppnisáhöfn í þessum keppnum með það markmið að vista verðlaun á réttum stað (hjá okkur) í lok tímabilsins.