Markmiðið í þessu verkefni er að gefa þeim sem kunna nokkuð vel að sigla áskorun til að læra vinnubrögð í lengri siglingum og ný siglingasvæði þar sem aðstæður eru aðrar en inni í Fossvoginum.
Hér er hugmyndin að tveir eða fleiri bátar fari saman í lengri siglingu. Sérstök áskorun hér er að halda hópinn og koma upp fyrirkomulagi til þess að geta talað saman milli báta. Það er ekki víst að öryggisbátur komist með í þessa ferð, en þá er enn mikilvægara að gera góða siglingaáætlun og láta öryggisverði vita um ferðina.
Á þessu námskeiði verðum við að treysta að þátttakendur fari ekki í einhverjar glævraferðir, séu ekki að taka land á viðkvæmum stöðum eða skapa annarskonar hættu. Við viljum líka að þátttakendur vinni heimavinnuna vel áður en farið er af stað og séu með öryggistæki meðferðis.