Hafðu samband
Hvar erum við
Siglingafélagið Ýmir er staðsett við Naustavör 14, 200 Kópavogi. Þar er flotbryggja og aðstaða með búningsherbergjum og sturtum. Einnig er góður salur á annarri hæð.
Barnastarf félagsins fer fram þar og einnig fullorðinsnámskeið á kænum.
Fullorðinsnámskeið á kjölbátum, s.s. Hæfur háseti, hefjast oftast á flotbryggunni við Ingólfsgarð í Reykjavík. Nánar tiltekið beint fyrir aftan Hörpuna, í miðbæ Reykjavíkur.
Netföng og símanúmer
siglingafelag(hjá)siglingafelag.is
Fyrir almennar fyirspurnir
husvordur(hjá)siglingafelag.is
Allar fyrirspurnir varðandi sal félagsins
namskeid(hjá)siglingafelag.is
Vegna námskeiða hjá félaginu
Kjölbáturinn Sif
Kjölbáturinn Sif er notaður í kennslu í námskeiðinu Hæfur háseti. Félagsmenn Ýmis sigla einnig á bátnum nær alla daga yfir sumartímann þegar hann er ekki í kennslu og kallast það áhafnasiglingar.
Sif er oftast staðsett við flotbryggjuna við Ingólfsgarð sem er fyrir aftan Hörpuna. Þó er henni einnig siglt yfir í Kópavog reglulega.
Flotbryggja Ýmis við Naustavör
Barnastarf Ýmis fer fram við félagsheimili Ýmis að Naustavör 14 í Kópavogi. Þar er flotbryggja félagsins.
Félagsheimili Ýmis séð frá höfninni
Félagsheimili Ýmis að Naustavör 14 í Kópavogi séð frá innsiglingunni inn í höfnina.
Planið við félagsheimilið
Við félagsheimilið er stórt og gott plan með rampi niður að sjó og göngubrú út á flotbryggjuna. Planið nýtist vel til að setja upp báta og skola af þeim eftir notkunn.