Yfir sumarmánuðina er opið hús á tilteknum tímum þar sem félagsmenn geta komið og siglt á bátum félagsins. Kænum og kajökum.
Á laugardögum er opið hús frá kl 10:00 til 14:00
Ef veður leyfir þá er siglt en annars er tímanum eytt í kaffidrykkju og spjall.
Félagsmenn geta skráð sig í kjðölbátaáhafnir og siglt yfir sumarmánuðina.
Er vettvangur til að hjálpast að við lagfæringar á bátum og búnaði.
Skútur eru geymdar á plani félagsins yfir veturinn og eru kranadagar bæði að hausti og vetri.
Yfir vetrarmánuðina eru haldin Sjóarakvöld eða fræðslukvöld fyrir félgasmenn og almenning.
Taktu þátt í félagsstarfi með að vera sjálboðaliði. Þetta eru ófá verkefni þar sem þú lærir örugglega nýja hluti.
Vettvangur fyrir þá sem horfa á siglingar eða spila siglingaleiki í símum eða tölvum.
Yfir sumarmánuðina eru haldin námskeið bæði fyrir börn og fullorðna.
Félagið eru með æfingahópa og tekur þátt í keppnum bæði á kjölbátum og kænum.