Vikulangt námskeið, sem er fyrsta skrefið til þess að læra á seglbát. Námskeiðið er byggt á formlegri námskrá World Sailing, en að því loknu eiga þátttakendur að skilja grunninn í stjórn seglbáta.
Námskeið fyrir börn (10 ára og eldri) eru frá kl. 13:00 til 16:00 (mán-fös).
Námskeið fyrir fullorðna og fjölskyldur eru frá kl. 17:00 til 20:00 (mán-fös).
Námskeiðið hefur efra aldurstakmark, og því er hægt að bjóða upp á að fjölskyldur komi saman og læri að sigla. Þá er miðað við að barn sé yfir 10 ára og sé með fullorðnum fjölskyldumeðlim.
Hámarksfjöldi í námskeiði er 12.
Mælt er með að yngri nemendur fari á leikjanámskeiðið Leikur við sjóinn til þess að kynnast aðstæðum og öryggisatriðum áður er þau læra á seglbát.
Skráning á Abler.