Siglingasamband Íslands hefur tekið að sér að formfesta siglingamót. Þetta fyrirkomulag var sett fram á aðalfundi SÍL 2025. Þetta fyrirkomulag felur í sér eftirfarandi:
Hver einstaklingur sem hyggst keppa í siglingum á Íslandi þarf að borga keppnisleyfi fyrir árið. Féð er greiðsla fyrir umsýslu vegna skráninga í mótaskrá og eftirfylgni með að reglum um félagsaðild sé fylgt. Einnig til að halda utan um fjölda keppenda á hverju ári.
Tillaga að gjaldi 1500 eingreiðsla sem greiðist við þátttöku í fyrsta móti.
Mótsgjald miðast við að mótið standi undir sér og hluta af þeirri vinnu sem framkvæmd er.
Gjald reiknast á einstakling
Mótsgjald reiknast á bát en skrá þarf alla áhafnarmeðlimi og allir þurfa að hafa greitt fyrir keppnisleyfi.