Kænustarf

Hvað í ósköpunum er kæna?

Kænur eru litlir seglbátar, sem ætlað er að sigla nálægt landi í stuttan tíma.

Kænur eru einfaldar í uppsetningu, auðvelt að setja á flot og taka í land og þurfa engin sérstök réttindi til þess að nota. Það er algengur misskilningur að kænur séu "barnabátar". Í raun og veru eru nær óteljandi útgáfur af kænum sem notaðar eru í öllum mögulegum tilgangi, allt frá yndissiglingum til Ólympíukeppna. 

Í Ými notum við kænur mikið til þess að kenna siglingar, stunda útivist og taka þátt í keppnum. Í Ými byggjum við þessa starfsemi út frá fjórum verkefnum sem við sinnum

Útivistarstarf

Við notum kænur félagsins í allnokkrum samstarfsverkefnum sem auðga starf annarra félaga. Þar ber hæst

Við kennum byrjendum að sigla með fyrsta flokks aðferð sem þróuð hefur verið af World Sailing. Með því að kenna rétt handbrögð og fótaburð setjum við grunninn að öryggi og meiðslalausum siglingum.

Við erum einnig með framhaldsnámskeið í siglingum sem byggja á að yfta þekkingunni upp um eitt skref í einu með því að nota leikjamiðaðar aðferðir þar til nemandinn nær færni og getur byrjað að sigla sjálfstætt til eigin skemmtunar.

Allir seglbátar sigla á sömu forsendum; vindurinn togar þá áfram þegar seglin eru rétt sett. Með því að skilja hvernig og af hverju kænan siglir fær maður á sama tíma skilning á hvernig allir selbátar sigla.

Æfingahópur

Æfingahópurinn okkur hugsar fyrst og fremst um að kynnast bátum og siglingum almennt. Við leggjum mikið upp úr því að hafa þetta góðan félagsskap frekar en að búa til ofurkeppendur, þó það sé oft stutt í keppnisskapið. 

Þessi hópur er alls ekki afmarkaður við börn, hér hvetjum við fullorðna að koma með okkur í hópinn - það er nóg pláss á sjónum. 

Í þessum hópi eru kennslubátar félagsins notaðir, en einnig eru hópmeðlimir sem sigla eigin bátum og hópurinn sér um viðhald á bátum félagsins

Siglingakeppnir

Siglingakeppnir gera kænusiglingar af íþróttagrein. Með því að keppa lærir þú af eigin mistökum og af mistökum annarra og öðlast að lokum dýpri skilning á keppnisbátum. 

Við styðjum keppnishóp í Laser (ILCA) siglingum og á Optimist bátum félagsins og eru þessir bátar því ekki notaðir í námskeiðum hjá okkur. Einnig er hægt að nota aðra báta félagsins í keppnum, en þá þarf að nota þann búnað sem notaður er í kennslu.

Keppnishópur Ýmis tekur þátt í siglingakeppnum á vegum Siglingasambands Íslands, og heldur innanfélagskeppnir fyrir byrjendur

Siglingakeppnir snúast ekki bara um að sigla hratt á bát. Umhverfis siglingakeppnir er hópur áhugamanna sem hafa gaman af félagsskapnum í félaginu, spennunni sem myndast kringum keppnir og ríkt menningarsamfélag sem tengir saman siglingaklúbba um allan heim. 

Til þess að siglingakeppnir séu skemmtilegar þurfum við sjálfboðaliða sem sjá um dómgæslu, keppnisstjórn, aðstoð við keppendur og allt hitt sem gerist í landi. Hér eru rík tækifæri til þess að koma til liðs við okkur í þessu verkefni, en á sama tíma að fá innsýn inn í alþjóðlega atvinnugrein.