Ýmir fékk Micro-18 bátinn Carmen (sem áður hét Gellan) að gjöf frá Árna Friðrikssyni. Þessir Micro-18 bátar voru mjög vinsælir litlir kjölbátar á sínum tíma og hafa þann kost að vera undir 6 metrar að lengd. Þetta þýðir að það þarf ekki skemmtibátaréttindi til þess að sigla þessum bátum á svæði Ýmis. Báturinn var smíðaður af Jóni Pálssyni og Páli Rúnari Pálssyni.
Fagmenn voru fengnir til þess að styrkja burðarbönd og svæði umhverfis kjölinn á bátnum. Síðan var nýtt gelcoat lag sett á bátinn innanverðan.
Starfshópur tók síðan við og slípaði bátinn að utan og innan og fyllti í skemmdir með P38 og P40. Síðan báturinn grunnaður allur innan og utan með epoxy grunni (gráum) og aftur með polyurethane grunni (hvítum). Að lokum var báturinn lakkaður með hvítu polyurethane lakki.
Botn bátsins var grunnaður með tveimur lögum af epoxy grunni og botnmálað með einþátta botnmálningu
Nýjar lúgur voru smíðaðar á bátinn og málmur rafpóleraður. Að lokum var öllum siglingablökkum komið fyrir og nýr mjúkur reiði keyptur.
Farið var í miklar endurbætur á Sif. Ákveðið var að steypa langbönd í gólfið á bátnum og bæta nokkrum lögum af trefjaplasti við til þess að stífa gólfið af. Á sama tíma var trélisti af kanti bátsins fjarlægður og nýr kantur smíðaður eftir bátnum endilöngum. Nýtt rafkerfi var sett í bátinn og lensidælur
Fagmenn voru fengnir til þess að vinna alla plastvinnu.
Starfshópur fór síðan í að slípa bátinnallan að utan og fyllti í ójöfnur á bátnum. Síðan var báturinn allur grunnaður að utan með þremur lögum af epoxy grunni, síðan tveimur lögum af polyurethane grunni (fyrir ofan vatnslínu). Að lokum voru sjö lög af polyurethane lakki sett á bátinn ofan vatnslínu.
Botninn var grunnaður með VC tvíþátta grunni og síðan botnvarinn með VC kopar grunni.
Allur málmur var rafpóleraður og nýjar blakkir og klemmur keyptar og settar á bátinn. Að lokum var merki félagsins komið fyrir og rafkerfi endurnýjað í öllum bátnum.