Kajakar
Kajakar í eigu félagsins
Félagið á 10 kajaka og félagsmenn sem greitt hafa árgjald geta fengið þá til afnota. Hægt er að fá þá lánaða, s.s. á opnum félagsæfingum, svo lengi sem ekki er verið að nota þá í kennslu.
Félagsmenn geta óskað eftir því að fá aðgang að kajökum utan venjulegs opnunartíma en þurfa þá að ræða það við stafsfólk eða senda póst á félagið.
Geymsla á Kayökum fyrir félagsmenn
Félagið er með rekka á planinu við félagshúsið þar sem hægt er að leigja pláss til að geyma kajaka.
Eftirfarandi reglur gilda:
Eigandi kajaks sé félagsmaður og hafi greitt árgjald
Eigandi greiði geymslugjald fyrir kajak miðað við gjaldskrá félagsins hverju sinni
Ef greitt er með millifærslu en ekki í gegnum Abler þá þarf leigjandi að senda kvittun af millifærslu á félagið ásamt netfangi og símanúmeri
Hver kajak verður að vera merktur eigenda á auðgreinanlegum stað með símanúmeri á bátnum sjálfum svo hægt sé að ná í eiganda ef eitthvað kemur upp á
Ef kajak er ekki sóttur í lok geymslu leigu tímabilsins og ekki næst í eiganda þá áskilur félagið sér að farga kajak eða gefa hann til góðs málefnis
Félagið ber enga ábyrgð á tjóni eða stuld á meðan að kajak er geymdur í rekka félagsins
Eigandi skal læsa kajaki við geymslurekka með lás s.s. hjólalás eða keðjulás
Geymsla á göllum er ekki innifalin og við mælum með að árar og annað verðmætt og fjarlægjanlegt sé ekki skilið eftir.
Hægt er að óska eftir aðgang að aðstöðu félagsins til að skola báta og í búningsaðstöðu með sturtum í félagsheimilinu. Hafa skal samband við félagið og fer þá starfsmaður yfir aðstöðuna með viðkomandi og útskýrir húsreglur.
Kajaka rekki á plani
Hægt er að kaupa pláss fyrir eiginn kajak í rekkanum
Kajakar í eigu félagsins
Félagið á 10 kajaka sem notaðir eru á námskeiðum og félagar geta fengið lánaða þegar þeir eru ekki í notkun s.s. á opnum félagsæfingum