Siglingafélagið Ýmir

Naustavör 14, 200 Kópavogur 

Hauststarf 2024

Eftir viðburðaríkt sumar og öflugt námskeiðshald hjá okkur erum við að færa okkur í vetrargallan.

Þetta þýðir morgunkaffi fyrir félagsmenn á laugardögum milli 10:00 og 14:00 þar sem við hittumst og látum okkur dreyma saman um sól og beggja skauta byr.

Við erum einnig að undirbúa námskeið í keppnis siglingum undir handleiðslu eins a reyndustu kænusiglurum landsins

Við vonums til þess að eiga samleið með Skátafélaginu Kópum í stofnun sjóskátahóps

Þessi verkefni og fleiri verða auglýst á facebook og í gegnum póstlista sem áhugasamir geta skráð sig á Skráningin er hér: https://forms.gle/pHewHFLogiBYHcDC9 

Það er engin skuldbinding í því að skrá sig í hóp og verða frekari upplýsingar sendar á þá sem skrá sig. 

Skráning í félagið

Til að gerast félagi í Siglingafélaginu Ými er hægt að fara beint inn á Abler síðu félagsins og borga þar félagsgjald (árgjald félagsins samkvæmt gjaldskrá). 


Einnig er hægt að millifæra félagsgjaldið inn á bankareikning númer:  0536-26-006634  kt: 470576-0659. En þá verður að senda kvittun á netfangið skraning(hjá)siglingafelag.is með netfangi félagsmanns í skýringu. 

Ef greitt er fyrir þriðja aðila þá þarf að senda okkur póst á sama netfang og taka það fram svo félagaskráin okkar sé rétt.