Siglingafélagið Ýmir

Naustavör 14, 200 Kópavogur 

Sumarnámskeið 2024

Við erum byrjuð að taka á móti skráningum í sumarnámskeið fyrir börn og fullorðna.

Í ár mun Ýmir vera með ævintýranámskeið sem við köllum Leikur við sjóinn og hefur undanfarin ár verið í höndum Kópanes. Er þetta tilraunaverkefni í samstarfi við Kópavogsbæ.

Við erum áfram með námskeiðið Lærðu að sigla bæði fyrir börn og fullorðna þar sem við kennum á kænur í Fossvoginum. 

Svo erum við með fullorðinsnámskeiðið Hæfur háseti sem er kennt á kjölbátinn Sif sem er alla jafna í Reykjavíkurhöfn við Ingólfsgarð, beint fyrir aftan Hörpuna.

Síðast erum við með framhaldsnámskeið á kænur, æfinga og keppnishópa, og náttúruskoðun sem farin er á kajökum.

Vonandi finna sem flestir eitthvað við sitt hæfi í sumar hjá Ými.

Skráning í félagið

Til að gerast félagi í Siglingafélaginu Ými er hægt að fara beint inn á Abler síðu félagsins og borga þar félagsgjald (árgjald félagsins samkvæmt gjaldskrá). 


Einnig er hægt að millifæra félagsgjaldið inn á bankareikning númer:  0536-26-006634  kt: 470576-0659. En þá verður að senda kvittun á netfangið skraning(hjá)siglingafelag.is með netfangi félagsmanns í skýringu. 

Ef greitt er fyrir þriðja aðila þá þarf að senda okkur póst á sama netfang og taka það fram svo félagaskráin okkar sé rétt.