Blautbúningar til leigu

Það sé öllum hollt að lenda eins og einu sinni í sjónum í venjulegum fötum

en við skiljum að langvarandi volk gerir siglingarnar minna spennandi.


Ýmir fjárfesti nýverið í allnokkrum blautbúningum fyrir börn og fullorðna. Þetta gerðum við til þess að geta aukið á þægindi þeirra sem eru að reyna fyrir sér í siglingum í námskeiðum eða öðru starfi okkar. 

Þó svo að við höfum nokkuð magn þessara búninga getum við ekki ábyrgst að það séu til allar stærðir í nægilegu upplagi. Við þurfum því að útvega þennan fatnað á “fyrstur fær” skráningu þegar mætt er á námskeiðið. 


Við mælum með að fólk sé í sundfötum undir blaubúningunum s.s. sundbol eða þröngum sundbuxum.


Athugið að Ýmir býður ekki upp á skó né vindjakka. Fólk þarf að koma með eigin jakka og skó t.d. gamla strigaskó eða ullarsokka og vaðskó. Hægt er að fá 15% afslátt í GG sport með því að segjast vera á námskeiði hjá Siglingafélaginu Ými. 


Ef búningur skemmist og er ónothæfur vegna ógætilegrar notkunar getum við beðið um að viðkomandi greiði fyrir kaup á nýjum blautbúning að fullu eða að hluta til. Við gerum ráð fyrir að búningurinn teljist nýr fyrsta notkunarárið, en sé síðan notaður.

Verð fyrir barna stærð er 2.000 kr. og fyrir fullorðins stærð 3.000 kr. per námskeið.

Við komum gjarnan til móts við fólk sem stendur í veikri stöðu fjárhagslega.

Á opnum félagsæfingum á fimmtudögum og um helgar þá leigjum við búningana út á 1.000 kr. per æfingu. 

Leiðbeiningar fyrir notkun blautbúninga