Áhafnasiglingar

Áhafnasiglingar á kjölbátum

Félagar í Ými geta átt kost á því að komast í áhöfn á kjölbátin Sif eða í áhafnir á kjölbáta sem eru í samstarfi við Ými.

Fastar áhafnir sigla 1 x í viku og greiða áhafnagjald fyrir sumarið. Mælst er til að áhafnir hafi farið á námskeiðið Hæfur háseti eða hafi aðra siglingareynslu. 

Þegar farið er út á sjó þarf að minnsta kosti einn í áhöfninni að vera með skemmtibátaréttindi eða önnur skipstjórnarréttindi á seglbát. Í áhöfn eru 3-5 að meðtöldum skipstjóra.

Kjölbáturinn Sif er venjulega staðsettur við Reykjavíkurhöfn á sumrin og sigla áhafnir um Kollafjörðin, sem er mjög skemmtilegt siglingasvæði. Siglingarnar eru að meðaltali 3-4 klukkutímar í einu.

Fjölbreyttar áhafnir

Áhafnasiglingar eru fyrir 18 ára og eldri en sumarið 2024 er stefnt á að setja saman ungmenna áhöfn sem væri þá fyrir 16-25 ára.

Aðrar áhafnir sem við höfum verið með eru:

Kjölbáturinn Sif

Skrá áhuga á að komast í áhafnasiglingar með Ými

Smelltu hér til að skrá áhuga þinn á að komast að í áhöfn á kjölbátin Sif eða í áhöfn á aðra kjölbáta sem eru í samstarfi við Ými um áhafnasiglingar. 

Ef þú átt kjölbát og hefur áhuga á að koma í samstarf við Ými og fá áhafnir með þér á bátinn þá endlega sendu okkur tölvupóst á siglingafelag(hjá)siglingafelag.is