Námskeið

Siglingar út allt lífið

Siglingar eru íþrótt og útvist fyrir börn, unglinga og fullorðna á öllum aldri. Allir geta tekið þátt og lært að beisla vindinn og umgangast sjóinn af öryggi og kunnáttu. 

Siglingar geta í gegnum leik og keppni byggt upp sjálfstraust, elft kunnáttu í sjómennsku og bætt heilsu.

Siglingafélagið Ýmir leggur metnað í að kenna nýliðum rétt handtök í siglingum og gefur félagsmönnum ómetanlegt aðgengi að þeirri gersemi sem sjórinn er í náttúru okkar.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum Sprotabler og er opnað fyrir skráningu í kringum sumardaginn fyrsta ár hvert.

Námskeið:

Leikur við sjóinn

Viku langt leikjamiðað námskeið, haldið milli kl. 9:00 og 12:00 daglega (mán-fös). Börn læra að nálgast sjóinn af öryggi í gegnum leiki svo sem í kappróðri, jakahlaupi, sjósundi og veiðiferðum.

Aldurstakmark 9 ára (á árinu) til 14 ára.

Fjöldatakmörk 20 á hverju námskeiði.


Skráning á Sportabler.

Lærðu að sigla

Viku langt námskeið, sem er fyrsta skrefið til þess að læra á seglbát. Námskeiðið er byggt á formlegri námskrá World Sailing, en að því loknu eiga þátttakendur að skilja grunninn í stjórn seglbáta. 

Námskeið fyrir börn (10 ára og eldri) eru frá kl. 13:00 til 16:00 (mán-fös).

Námskeið án aldurstakmarka (fyrir fullorðna) eru frá kl. 17:00 til 20:00 (mán-fös).

Hámarksfjöldi í námskeiði er 6-8.


Mælt er með að yngri nemendur fari á leikjanámskeiðið Leikur við sjóinn til þess að kynnast aðstæðum áður er þau læra á seglbát.

Skráning á Sportabler.

Klúbbverkefni í siglingum

Klúbbverkefni eru verkefni, þar sem þátttakendur takast á við áskorun sem tengist siglingum og bátastarfi. Hvert verkefni miðast við 18 klst á sjó, til dæmis þrjár klukkustundir þrisvar í viku í tvær vikur, eða þrjár klukkustundir tvisvar í viku í þrjár vikur. 

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi tekið grunn námskeið í siglingum og bátastarfi, t.d. Lærðu að sigla (fyrir siglingaverkefni) eða Leikur við sjóinn (fyrir náttúruskoðunarverkefni). 


Klúbbverkefni í barnastarfi eru í gangi frá 13 til 16 daglega (mán-fös) .  

Klúbbverkefni fyrir opin aldur eru milli 17 til 20 daglega (mán-fös)

Hópar A eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Hópar B eru á þriðjudögum og fimmtudögum.


Verkefni eru skipulögð miðað við færni og áhuga. Gert er ráð fyrir 4-8 í hverju verkefni og boðið er upp allt að þrjú mismunandi verkefnum á viku.


Verkefni eru til dæmis:


Verkefni eru valin af hópnum hverju sinni.


Skráning á Sportabler.

Hæfur háseti - fyrstu kynni af kjölbátasiglingum

Þriggja daga námskeið fyrir 18 ára og eldri (föstudag, laugardag, sunnudag) þar sem farið er út á kjölbát félagsins með skipstjóra. Á námskeiðinu er farið yfir þau atriði sem þarf til þess að standast réttindi í skemmtibátaprófi. 

Námskeiðin verða haldin ef 3 eða fleiri nemendur skrá sig. Hámark 5 nemendur.

Verð 45.000 kr.

Skráning á Sportabler.