Lög félagsins

Lög Siglingafélagsins Ýmis

1.   Nafn, heimili og tilgangur

1.1 Félagið heitir Siglingafélagið Ýmir.

1.2 Heimili og varnarþing félagsins er í Kópavogi.

1.3 Félagið er staðsett í Kópavogi, aðili að UMSK.

1.4 Tilgangur félagsins er að vera félagsskapur allra þeirra sem hafa áhuga á sjó og vatnaíþróttum til dæmis siglingum og róðri ásamt því að vinna að uppbyggingu aðstöðu til iðkunar íþrótta og standa fyrir metnaðarfullu barna og unglingastarfi.

1.5 Félagar geta allir orðið sem óska aðildar með skriflegri umsókn, enda samþykki stjórnin umsókn á fundi sínum. Stjórninni er heimilt að vísa inntökubeiðnum til ákvörðunar félagsfundar.

2. Stjórnun félagsins

2.1 Málefnum félagsins stjórna:

2.2 Reikningsár félagsins er almanaksárið. 

3. Aðalfundur

3.1 Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félags. 

3.2 Allir félagsmenn hafa rétt til fundarsetu. Auk þeirra eiga rétt á fundarsetu og hafa þar tillögurétt: Stjórn félagsins, varastjórn, heiðursfélgar, skoðunarmenn reikninga, nefndir og aðrir gestir sem stjórn hefur boðið.

3.3 Aðalfund skal halda í janúar mánuði ár hvert. Boða skal fundinn með rafrænum hætti með minnst 7 daga fyrirvara.

3.4 Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum, skulu tilkynnt stjórn félagsins minnst einni viku fyrir fund.

3.5 Fundurinn er lögmætur, ef löglega hefur verið til hans boðað.

3.6 Allir skráðir félagar eru kjörgengir.

4.   Dagskrá aðalfundar

5. Önnur ákvæði um aðalfund

5.1 Kosningar skulu vera leynilegar ef að minnsta kosti einn fundarmaður óskar.

6. Aukaaðalfundur

6.1 Aukaaðalfund má halda, ef nauðsyn krefur, skv. ákvörðun stjórnar félagsins eða ef fimm félagar eða 5%, hvort sem kemur fyrr, óska þess.

6.2 Alla boðunar- og tilkynningarfresti til aukaaðalfundar má hafa helmingi styttri en til reglulegs fundar.

6.3 Réttur til setu á aukaaðalfundi er sá sami og á aðalfundi.

6.4 Á aukaaðalfundi má ekki gera lagabreytingar og aðeins kjósa bráðabirgðastjórn sem situr til næsta reglulegs aðalfundar.

6.5 Að öðru leyti gilda sömu reglur og um aðalfund.

7. Stjórn

7.1 Stjórn félags skipa fimm menn auk þess eru kosnir þrír varamenn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.

7.2 Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, þó þannig að aðeins skal kosið um tvo hvert ár. Árlega skal kjósa þrjá menn í varastjórn.

7.3 Kjósa skal 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.

8. Starfssvið stjórnar er:

8.1 Að stjórna málefnum félagsins milli aðalfunda og að framkvæma ályktanir funda.

8.2 Formaður félags boðar fundi og stjórnar þeim. 

8.3 Aukafundi skal kalla saman ef tveir stjórnarmenn óska. 

8.4 Stjórn ber ábyrgð á fjármálum félags.

9. Fastar nefndir

9.1 Kjósa skal þriggja manna mótanefnd á aðalfundi.  Formaður nefndarinnar skal kosinn sérstaklega. Nefndin vinni að mótahaldi félagsins og skal nefndin skila áætlun um framkvæmd og kostnað við mótahald til stjórnar í upphafi starfsárs og skila síðan skýrslu að mótum loknum.

9.2 Kjósa skal þriggja manna barna- og unglinganefnd á aðalfundi.  Formaður nefndarinnar skal kosinn sérstaklega.  Nefndin vinni að uppbyggingu barna- og unglingaflokka félagsins og skal nefndin skila áætlun um framkvæmd og kostnað til stjórnar í upphafi starfsárs og skila síðan skýrslu í árslok.

9.3 Þá er heimilt að kjósa fleiri starfsnefndir eftir þörfum.

10. Að leggja félagið niður

10.1 Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi.

10.2 Tillaga um að leggja félagið niður, skal koma fram í fundarboði.

10.3 Til samþykktar þarf minnst 2/3 hluta atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna.

10.4 Eignum skal komið til UMSK sem skal varðveita eignirnar og koma þeim til félags sem stofnað yrði með sömu markmið í Kópavogi.

10.5 Sé samþykkt að leggja félag niður, skal boða til aukaaðalfundar til að staðfesta niðurstöðuna.

11. Lagabreytingar

11.1 Lögum verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með 2/3 hlutum atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna.

11.2 Auglýsa skal lagabreytingar í fundarboði til aðalfundar.

12. Önnur ákvæði

12.1   Um þau atriði, sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ eftir því sem við á.

12.2   Lög þessi taka þegar gildi og eru öll eldri lög félagsins úr gildi numin


Samþykkt á aðalfundi 25. janúar 2001

Með breytingum á aðlalfundi 1. mars 2006, 2. febrúar 2010 og 23. mars 2017