Siglingaklúbburinn Kópanes
Siglinganámskeið fyrir börn fædd
2004 - 2007
Siglingaklúbburinn Kópanes er með aðstöðu á siglingasvæði Ýmis við Naustavör. Á siglinganámskeiðunum er farið í grunnatriði í siglingum, róður á árabátum, kanóum og siglingum á seglbátum.
Leiðbeinendur eru siglingamenn sem kappkosta að veita þátttakendum góða kennslu í siglingum. Mikil áhersla er lögð á öryggi barnanna. Mikilvægt er að börnin komi með nesti, séu klædd til siglinga og hafi meðferðis aukaklæðnað til skiptanna.
Námskeið 1: 12. júní - 23. júní kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 1: 12. júní - 23. júní kl. 13.00 - 16.00
Námskeið 2: 26. júní - 07. júlí kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 2: 26. júní - 07. júlí kl. 13.00 - 16.00
Námskeið 3: 10. júlí - 21. júlí kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 3: 10. júlí - 21. júlí kl. 13.00 - 16.00
Námskeiðsgjald er 8.700 kr. fyrir 2 vikur. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 15 börn.
Símar í siglingaklúbbnum eur 554 4148 og 618 6677.
Skráning hefst 20. apríl og námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Smellið hér (Opnast í nýjum vafraglugga) til að fara á skráningarsíðu